31. júlí 2009 |
Uppgröftur í Haukadal á vegum Fornleifafélagsins
Fornleifafræðingar undir stjórn Oddgeirs Hanssonar eru nú að störfum í Haukadal í Dölum á vegum Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna. Myndin er frá uppgrefti í Orrustuhvammi. Fyrir nokkrum árum fundust þar rétt hjá friðlýstu gerði, þar sem Eiríkur rauði og Eyjólfur saur börðust, merki um hleðslu og viðarkol auk klébergs. Sterkar vísbendingar eru um að rúst þessi sé frá fyrstu öldum byggðar hér á landi. Gerðir voru þrír skurðir til að kanna hvað þar væri að finna. Nú eru fornleifafræðingarnir komir að Kirkjufelli í Haukadal þar sem grafið er í rústir bæjar frá því um 1600, sem fór í eyði vegna draugagangs.
Uppgreftinum lýkur í næstu viku. Síðar í haust verða svo rústir á Jörfa í Haukadal skráðar.
Þetta kemur fram á vef Dalabyggðar.