Tenglar

1. apríl 2022 | Sveinn Ragnarsson

Upplestrarkeppni 7. bekkinga

Bergrós Vilbergsdóttir, Alexander Óðinn Arnarsson, Vigdís Lilja Hjaltadóttir, Smári Gilsfjörð Bjarkason, Hrafnhildur Sara Baldvinsdóttir, Ásborg Styrmisdóttir, Víkingur Þór Eggertsson og Matas Zalneravicius
Bergrós Vilbergsdóttir, Alexander Óðinn Arnarsson, Vigdís Lilja Hjaltadóttir, Smári Gilsfjörð Bjarkason, Hrafnhildur Sara Baldvinsdóttir, Ásborg Styrmisdóttir, Víkingur Þór Eggertsson og Matas Zalneravicius
1 af 4

Upplestrarkeppni 7. bekkinga í Reykhóla- og Strandaskólunum fór fram miðvikudaginn 30. mars á Héraðsbókasafni Reykhólahrepps í Reykhólaskóla.

Keppnin er haldin til skiptis á Reykhólum, Hólmavík og Drangsnesi. Í ár voru alls átta keppendur, sjö frá Reykhólum og einn frá Hólmavík.

 

Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn hafa séð um Stóru upplestrarkeppnina undanfarin 25 ár en nú hafa sveitarfélögin í landinu tekið við umsjón keppninnar. Keppnin er haldin árlega og eru þátttakendur í 7. bekk sem keppa sín á milli.

 

Í keppninni í ár voru lesnar sögur eftir Þórarinn Eldjárn og ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og að lokum lásu þátttakendur ljóð að eigin vali.

 

Í dómnefnd voru Ingibjörg Einarsdóttir formaður Radda, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps og Ingvar Samúelsson. Ingibjörg Einarsdóttir var formaður dómnefndar en hún er ein af frumkvöðlum Stóru upplestrarkeppninnar.

Samtals tóku átta keppendur þátt þetta árið, sjö frá Reykhólum og einn frá Hólmavík.

Þrír nemendur úr Reykhólaskóla komust í verðlaunasæti og eru eftirfarandi:

 

1. sæti, Ásborg Styrmisdóttir úr Reykhólaskóla 

2. sæti, Vigdís Lilja Hjaltadóttir úr Reykhólaskóla

3. sæti, Alexander Óðinn Arnarsson úr Reykhólaskóla

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31