Tenglar

31. desember 2012 |

Upplýsinga leitað um Reykhólafólk árið 1903

Reykhólafólk 1903.
Reykhólafólk 1903.
1 af 3

Garðyrkjufræðingurinn landskunni Hafsteinn Hafliðason á ættir að rekja að Reykhólum. Hann sendi vefnum til birtingar ljósmynd sem tekin var af Reykhólafólki árið 1903 og óskar eftir liðsinni við að bera kennsl á ýmsa í hópnum. Sumt af því fólki sem helst kynni að geta lagt þessu lið er væntanlega nokkuð við aldur og e.t.v. ekki mikið í tölvum. Þess vegna er mælst til þess að þeir sem sterkari eru á því svelli láti vita af þessari fyrirspurn og aðstoði við að skoða myndirnar sem hér fylgja. Hafsteinn sendi líka ljósmynd af Reykhólafjölskyldunni árið 1908, sem hér fylgir (nánar hér neðar).

 

Fólk sem getur veitt lið í þessu efni er beðið um að hafa samband við Hafstein í síma 482 3346 eða í netfanginu hortice@emax.is.

 

Myndirnar má skoða hér með fréttinni á venjulegan hátt (smellið á þær til stækkunar). Vefkerfið leyfir hins vegar ekki meiri stækkun en upp í 800 pixla breidd og þess vegna eru hér fyrir neðan tenglar á þær miklu stærri.

 

Mynd nr. 1 hér fyrir ofan er sú sem fyrirspurnin varðar. Á mynd nr. 2 (sama ljósmyndin) er fólkið merkt með númerum og nöfn þeirra sem vitað er um tilgreind.

 

Á mynd nr. 3 er Reykhólafjölskyldan fimm árum seinna. Henni fylgdi eftirfarandi texti frá Hafsteini, þar sem fólkið er tilgreint og síðan sagt nokkuð frá þeim Reykhólahjónum Arndísi Bjarnadóttur og Hákoni Magnússyni, langömmu og langafa Hafsteins, og búskap þeirra á Reykhólum.

 

 

Reykhólafjölskyldan 1908 - Hákon Magnússon og Arndís Bjarnadóttir með börnum sínum

 

Efri röð frá vinstri:

Kristín Guðmundsdóttir (dóttir Arndísar af fyrra hjónabandi) fædd 1883, síðar húsmóðir á Borg í Króksfirði, látin 1927. ● Sigríður fædd 1895, látin 1972, ógift, var lengst af í Reykjarfirði við Djúp. ● Arndís Bjarnadóttir Þórðarsonar og fyrri konu hans, Sigríðar Jóhannesdóttur. Fædd 1862, látin 1926. ● Hákon Magnússon, seinni maður Arndísar. Fæddur að Kletti í Geiradal 1864, látinn 1938. ● Ingibjörg fædd 1894, látin 1970. Gift Eyjólfi Magnússyni frá Svefneyjum f. 1896. ● Sólborg fædd 1893, látin 1915. Ógift og barnlaus. ● Bjarni fæddur 1890, látinn 1965. Kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur frá Reykjarfirði, f. 1893.

 

Fremri röð frá vinstri:

Oddfríður fædd 1904, látin 1983. Bjó lengst af í Álasundi í Noregi, gift Paul Sætre. Starfaði sem díakonissa við hjúkrun og kristniboð í Noregi. ● Filippía Blöndal, fósturdóttir Arndísar og Hákonar, fædd 1903, látin 1986, átti og rak lengi Hattabúð Reykjavíkur. ● Ragnheiður fædd 1901, látin 1977. Gift Salvari Ólafssyni í Reykjarfirði við Djúp (bróður Guðrúnar) f. 1888. ● Jóhanna f. 1901, látin 1937. Gift Magnúsi Ingimundarsyni bónda og vegavinnuverk-stjóra í Bæ í Króksfirði, f. 1901. – Ragnheiður og Jóhanna voru tvíburar. ● Jón fæddur 1899, látinn 1952. Kvæntur Hjálmfríði Eyjólfsdóttur f. 1898. Þau hjón ráku gisti- og veitingaþjónustuna Bjarkalund um árabil. ● Magnús fæddur 1899, látinn 1963. Búfræðingur. Kvæntur Ingunni Jónasdóttur frá Borg, f. 1909, dóttur Kristínar hálfsystur hans. Þau fengu sérstakt konungsleyfi fyrir þeim ráðahag og afkomendur þeirra hafa ekki goldið skyldleikans nema á hinn besta hátt. Jón og Magnús voru líka tvíburar. ● Kristinn fæddur 1897, látinn 1986. Hann var lengi lögregluþjónn í Hafnarfirði.

 

Hákon og Arndís voru leiguliðar á Reykhólum – eða öllu heldur er hægt að segja að þau hafi séð um Reykhólabúið eftir að Bjarni Þórðarson og Þórey, síðari kona hans, fluttu þaðan til Reykjavíkur ásamt sínum sameiginlegu börnum. Mestur hluti búaflans gekk upp í jarðarafgjaldið svo að kjör Hákonar og Arndísar voru alla tíð fremur kröpp, enda var heimilið stórt og þurfti að standa undir mikilli ómegð.

 

Frostaveturinn 1918 féll fjárstofninn, selveiði og æðarvarp misfórust svo að engu var af að taka til að greiða afgjaldið. Þau hjón beiddu þess þá að afgjaldið yrði látið niður falla í tvö ár meðan verið væri að byggja upp búið að nýju. En nú stóð illa á, Bjarni gamli lá á banabeði og fjárhaldsmaður hans féllst ekki á þessa hugmynd. Það varð til þess að Hákon og Arndís, komin hátt á sextugsaldur og slitin af striti, leystu heimilið upp og fluttu af staðnum og voru til skiptis hjá uppkomnum börnum sínum, Ingibjörgu, Magnúsi eða Ragnheiði.

 

 – Samantekið á gamlársdag 2012 - Hafsteinn Hafliðason (dóttursonur Ragnheiðar Hákonardóttur).

 

 

Hér fyrir neðan eru tenglar á myndirnar í mismunandi stærðum. Þegar þær hafa birst á skjánum má stækka þær verulega með því að smella á þær og þarf þá að draga þær fram og aftur til að sjá einstaka hluta þeirra.

 

Reykhólafólk 1903 (breidd 1600 pixlar, stærð 967 KB)

Reykhólafólk 1903 (breidd 3200 pixlar, stærð 3,0 MB)

Reykhólafólk 1903 (breidd 4250 pixlar, stærð 5,2 MB)

 

Reykhólafólk 1903, nafnaskrá (breidd 1600 pixlar, stærð 299 KB)

 

Reykhólafjölskyldan 1908 (breidd 1600 pixlar, stærð 1,1 MB)

Reykhólafjölskyldan 1908 (breidd 3200 pixlar, stærð 4,6 MB)

 

Athugasemdir

Þrymur Sveinsson, rijudagur 01 janar kl: 14:16

Í 15. árg. Breiðfirðings, tímarits Breiðfirðingafélagsins 1956, er greinin "Um Reykhóla" eftir Bjarna Hákonarson frá Reykhólum. Þar er sama mynd birt og er nafngreind eftirfarandi eins og sundurliðun kemur neðar í textanum. Væntanlega af Bjarna sjálfum.

Textinn við myndina er "Heimilisfólkið á Reykhólum sumarið 1902."
Að Bjarni segir " Þess vegna sendi ég þér nú hjálagða mynd, hún er af heimilisfólkinu á Reykhólum sumarið 1902 eða 1903, tekin af Jóni Guðmundssyni í Ljárskógum. Á myndinni eru 38 manns, þar af er þrennt sumarlangt, hitt allt ársfólk."

Nafnaröðun er eins og sýnd var í grein Bjarna Hákonarsonar.

Arndís Bjarnadóttir, húsfrú # 22

Hákon Magnússon, húsbóndi # 16

Börn þeirra eftir aldursröð

Bjarni # 19

Sólborg Kristín # 6

Ingibjörg # 32

Sigríður Guðný # 27

Kristinn Hans # 17

Jón # 33

Magnús # 18

Ragnheiður # 26

Jóhanna

Hjón.

Kristín, dóttir Arndísar og Guðmundar fyrra manns hennar # 25

Jónas Helgi Sveinsson # 31

Bjarni Hákon Kristmundur Magnússon bróðir Hákonar # 23

Hallgrímur Jónsson, föðurbróðir Hákonar og Bjarna # 30

Hjón.

Jakobína Jakobsdóttir # 9

Benjamín Oddsson # 8

Hjón.

Elísabet Jónsdóttir # 21

Hjálmar Markússon # 20

Hjón.

Sesselja Oddmundsdóttir # 28

Sveinn Sæmundsson # 29

Mæðgin.

Þórður Arason # 3

Þuríður Þórðardóttir # 1

Sigríður Þórðardóttir # 5

Mæðgin.

Ingveldur Hannesdóttir # 11

Guðlaugur Magnússon # 2

Mæðgin.

María Pétursdóttir # 4

Pétur Guðmundsson # 7

Guðrún Guðmundsdóttir # 10

Guðmundur Stefánsson # 12

Ólína Ólafsdóttir # 13

Ingibjörg Guðmundsdóttir # 15

Anna Kristjánsdóttir # 24

Hildur Theofilusdóttir # 34

Mæðgur.

Helga Jónsdóttir # 35

Stefanía Jónasdóttir # 38

Kristinn Guðnason # 36

Ólafur Hallvarðsson # 14

Vona að þetta svari spurningum Hafsteins!

Hafsteinn Hafliðason, rijudagur 01 janar kl: 19:51

Þakka þér fyrir þetta Þrymur - og gleðilegt ár.

Það var gaman að fá þessar upplýsingar.

Ég vað að leita að þessari grein Bjarna en fann ekki blaðið á timarit.is - Vissi samt af 15. tbl. Breiðfirðings og árinu 1956. Þrátt fyrir það svaraði ekki leitarvélin með réttri slóð.
Fann blaðið ekki heldur í eftirlátnum bóka- og blaðakosti föður míns, Hafliða Jónssonar frá Patreksfirði.

Bestu kveðjur,

Hafsteinn Hafl.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31