Tenglar

1. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Upplýsingar um fasteignagjöld í Reykhólahreppi

Álagning fasteignagjalda í Reykhólahreppi hefur farið fram. Álagningarseðlarnir verða sendir út en eru einnig birtir rafrænt á www.island.is. Álagningarákvæðin eru aðgengileg hér á vefsíðu Reykhólahrepps. Allar nánari upplýsingar um álagningu fasteignagjalda eru veittar á skrifstofu Reykhólahrepps í síma 434 7880. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið reykholar@reykholar.is.

 

Lóðaleiga fyrir þær lóðir sem sveitarstjórn samþykkti að endurskoða á fundi sínum þann 14. febrúar verður sett inn þegar búið er að skrifa undir nýja lóðaleigusamninga.

 

Greiðsluseðlar verða á rafrænu formi og birtast í netbanka greiðanda. Ef óskað er eftir því að fá greiðsluseðil sendan heim er sjálfsagt að verða við þeirri beiðni. Greiðsluseðlar verða áfram sendir út til þeirra sem eru 67 ára og eldri. 

  • Heildargjöld sem nema lægri upphæð en 10.000 kr. innheimtast með einum gjalddaga á ári, þann 10. mars.
  • Heildargjöld sem nema upphæð milli 10.000 kr. og 20.000 kr. innheimtast með tveimur gjalddögum, 10. mars og 10. apríl.
  • Heildargjöld umfram 20.000 kr. innheimtast með fjórum gjalddögum, 10. mars, 10. apríl, 10. maí og 10. júní. 

Eindagar eru 30 dögum eftir gjalddaga.

 

Afsláttur tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna fasteignaskatts skv. reglum sveitarstjórnar hefur verið færður til lækkunar.

 

Hægt er að biðja um endurálagningu með rökstuddum hætti og er frestur til þess einn mánuður. Kæra má úrskurð sveitarfélagsins til innanríkisráðuneytisins innan þriggja mánaða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30