21. júní 2012 |
Upplýsingar um forsetakjör í Reykhólahreppi
Kjörskrá vegna forsetakjörs liggur frammi á skrifstofu Reykhólahrepps. Kosningin í Reykhólahreppi fer fram þar á skrifstofunni laugardaginn 30. júní frá kl. 9 til 18. Sérstök ákvæði gilda um kosningu sjúklinga, fatlaðra og barnshafandi kvenna. Athygli skal vakin á því að kosið er á skrifstofu hreppsins við Maríutröð á Reykhólum að þessu sinni en ekki í Bjarkalundi eins og venjulega í almennum kosningum vegna þess að hótelið er upptekið á þeim tíma.
Auglýsingu kjörstjórnar í Reykhólahreppi um forsetakjör 2012 er líka að finna í reitnum Tilkynningar hér neðst til hægri.