28. febrúar 2010 |
Upplýsingaveita fyrir kjósendur hefur verið opnuð
Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars, bæði á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og á vef Þjóðskrár. Með því að slá inn kennitölu kjósanda kemur upp nafn hans, lögheimili, sveitarfélag og kjördæmi. Einnig fá Reykvíkingar upplýsingar um kjörstað og kjördeild.