Tenglar

31. ágúst 2008 |

Uppskeruhátíð UDN haldin á Reykhólum

Árleg uppskeruhátíð Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) verður haldin á Reykhólum á þriðjudagskvöldið, 2. september. Safnast verður saman við íþróttahúsið kl. 18.30 og flestir fara í leiki en nokkrir fullorðnir sá um að kveikja upp í „risagrilli". Þegar leikjum lýkur geta allir grillað sér pylsur eða hamborgara (sem þeir hafa haft með sér að heiman) og sest inn í hús að snæða og spjalla saman.

 

Eftir matinn fá allir viðurkenningar fyrir þátttöku sína á kvöldmótum sumarsins og stigahæsti einstaklingur í hverjum aldursflokki fær verðlaunabikar (strákur og stelpa). Jafnframt verður veittur bikar fyrir besta afrek einstaklings á kvöldmótum sumarsins skv. stigatöflu FRÍ (strákur og stelpa). Eftir afhendingu verðlauna er formlegri dagskrá lokið.

 

UDN hvetur fólk til að mæta með börnum sínum og eiga góða stund saman.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31