Tenglar

12. janúar 2016 |

Uppskorið eins og sáð var til

Frá Ríad, höfuðborg Saudi-Arabíu. Ljósm. Wikipedia.
Frá Ríad, höfuðborg Saudi-Arabíu. Ljósm. Wikipedia.

Það voru fyrst Sovétríkin um 1980 og síðar Bandaríkin árið 2001 sem réðust á Afganistan og bera mikla ábyrgð á upplausninni í landinu síðustu 30 árin. Það var bandalag hinna viljugu þjóða með Bandaríkin og ýmis Evrópuríki í fararbroddi, með stuðningi Íslands, sem réðust á Írak árið 2003. Það voru sömu aðilar sem steyptu Gaddafi af stóli í Lýbíu. Ýmis vestræn ríki hafa staðið fyrir loftárásum í Sýrlandi. Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi er skilgetið afkvæmi afskipta þessara aðila og hryðjuverk þeirra beinast að Evrópuríkjum. Vanhugsuð hernaðarafskipti hafa vakið upp ástand sem Evrópuríkin súpa nú seyðið af. Þau uppskera eins og sáð var til. Evrópuríkin geta ekki neitað að liðsinna fólkinu sem þjáist vegna gerða þeirra.

 

Þetta meðal annars segir Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri og fyrrv. alþingismaður, í grein sem hann sendi vefnum til birtingar undir ofanritaðri fyrirsögn. Nokkrar fleiri glefsur úr greininni: 

  • Það væri vert að fá skýringar á því hvers vegna allur þunginn af flóttamannastraumnum frá ríkjunum í Miðausturlöndum sniðgengur hina auðugu nágranna við Persaflóann og á Arabíuskaganum. Það stingur í augu að Saudi-Arabar hafa boðist til þess að fjármagna byggingu 200 moska í Þýskalandi fyrir múslimska flóttamenn sem þangað leituðu á síðasta ári en engar fréttir eru um að þeir hafi boðist til þess að taka þátt í kostnaði Evrópuríkja við móttöku flóttamannanna. Samt eru þessi ríki helstu bandalagslönd Vesturlanda.
  • Þrátt fyrir hinn mikla flóttamannastraum til Evrópu er vandinn leysanlegur með góðum vilja. Árangursríkast er að bæta kjör flóttamanna sem næst heimkynnum þeirra og gera þeim kleift að dvelja þar meðan unnið er að friði í Miðausturlöndum. Það mun reynast vandaverk og taka mörg ár. Evrópuríkin munu verða að taka við miklum fjölda flóttafólks til langdvalar.
  • Það má taka undir orð sr. Davíðs Þórs Jónssonar, sem sagði í nýárspredikun að við höfum brugðist flóttafólkinu. Því skulum við breyta.

 

Grein Kristins má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29