Tenglar

7. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Uppskrift: Rabarbarapæ frá Árbæjarkonum

Árbæjarkonur með körfuna frá Kötlu.
Árbæjarkonur með körfuna frá Kötlu.

Rabarbarakökukeppni var meðal dagskrárliða á Reykhóladögum 2013. Kökurnar sem bárust voru til sýnis og smökkunar í skólanum og voru alls 73 gestir sem fengu sér bita. Árbæjarkonur fengu verðlaun fyrir bragðbestu kökuna en Sigrún Kristjánsdóttir fyrir þá flottustu. Verðlaunin sem þær Árbæjarkonur fengu var karfa af bökunarvörum frá Kötlu. Sigrún fékk gjafabréf frá Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum.

 

Uppskriftin:

 

 

Rabarbarapæ frá Árbæjarkonum

 

200 g rabarbari

50 g sykur

Soðið saman í potti og síðan hellt í botninn á eldföstu móti.

 

200 g niðurskorin epli eru sett þar ofan á.

 

½ dl hveiti

2 egg

2½ dl sykur

Eggin og sykurinn þeytt saman og hveitinu síðan sáldrað út í. Þetta er svo sett yfir eplin í forminu.

 

2½ dl hveiti

2½ dl púðursykur

80 g smjör

Mulið saman og sáldrað yfir allt saman.

 

Bakað við 200°C í 45 mínútur.

 

 

Því má hnýta við, að nokkrir tugir ljósmynda frá Reykhóladögum hafa bæst við í myndasyrpurnar hér á vefnum – það borgar sig að auglýsa! Syrpa nr. 3 hefur verið fyllt og syrpu nr. 4 bætt við, en í hverri þeirra eru 27 myndir. Sjá Ljósmyndir, myndasöfn - Myndasyrpur - Reykhóladagar 2013 (1, 2, 3 og 4) í valmyndinni hér vinstra megin. Myndirnar 108 í þessum fjórum syrpum eru úr ýmsum áttum og myndasmiðirnir margir.

 

Vefnum hefur þó ekki áskotnast mynd af fallegustu rabarbarakökunni sem Sigrún Kristjánsdóttir var verðlaunuð fyrir. Hér með er auglýst eftir henni!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31