Tenglar

26. febrúar 2015 |

Upptöku umhverfismats harðlega mótmælt

Mismunandi veglínur við Þorskafjörð. Morgunblaðið / Vegagerðin.
Mismunandi veglínur við Þorskafjörð. Morgunblaðið / Vegagerðin.

Ellefu athugasemdir bárust Skipulagsstofnun vegna þeirrar beiðni Vegagerðarinnar að taka upp á ný úrskurð Skipulagsstofnunar um umhverfismat vegna lagningar Vestfjarðavegar um Teigsskóg við Þorskafjörð. Umsagnir eru ýmist neikvæðar eða jákvæðar. Eigendur jarðanna Hallsteinsness og Grafar við Teigsskóg mótmæla harðlega endurupptöku umhverfismatsins. Þeir stóðu að málaferlum gegn fyrri áformum Vegagerðarinnar um lagningu vegar þarna um, svonefndri B-leið, og fengu umhverfismatið ógilt.

 

Vegagerðin leggur nýja veglínu, leið Þ-H, til grundvallar beiðni sinni um endurupptöku. Telur Vegagerðin að umhverfisáhrif hennar verði mun minni en leiðar B. Fulltrúar landeigenda telja það ekki rétt að nýja veglínan feli í sér verulegar breytingar frá fyrri línu og efast um heimild til endurupptöku.

 

Þetta kemur fram í úttekt Helga Bjarnasonar í Morgunblaðinu í dag. Þar segir enn fremur meðal annars:

 

Sveitarstjórnirnar hafa ávallt krafist láglendisvegar um svæðið. Vegagerðin hefur ekki fundið lausn á málinu vegna mismunandi sjónarmiða og málið verið í pattstöðu um árabil. Þegar lokið verður lagningu nýs vegar um Múlasveit verður Gufudalssveitin eini flöskuhálsinn á leiðinni frá Vesturbyggð til Reykjavíkur.

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps telur ljóst að verulegar breytingar hafi orðið á forsendum mats á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og telur tilefni til endurupptöku. Fjórðungssamband Vestfirðinga styður einnig endurupptöku málsins með vísan til mikilvægis góðra samgangna og vaxtar í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31