21. ágúst 2018 | Sveinn Ragnarsson
Úr sveitarstjóraembætti í salt
Saltverksmiðja Norðursalts á Reykhólum var opnuð haustið 2013, það styttist því í 5 ára afmæli verksmiðjunnar. Hér á síðunni var töluvert fjallað um fyrstu skref hennar, eitthvað af því má sjá hér .
Margt gott fólk hefur starfað við verksmiðjuna, uppbyggingu og framleiðslu.
Þann 1. október n.k. hefja störf þar hjónin Ingibjörg Birna Erlingsdóttir og Hjalti Hafþórsson.
Þau hlakka til að fást við framleiðslu á þessari úrvalsvöru sem sjávarsaltið er, unnið á umhverfisvænan hátt úr ómenguðum sjó.