Tenglar

25. júlí 2021 | Sveinn Ragnarsson

Úrslit í helstu greinum á Reykhóladögum

Ræst við sundlaugina, mynd JÖE
Ræst við sundlaugina, mynd JÖE
1 af 11

 Þátttaka í hinum fjölbreyttu keppnisgreinum var góð. Í sumum greinum voru þátttakendur heldur fleiri en áhorfendur og leikgleðin almennt í fyrirrúmi.

Í efstu sætum voru eftirtalin í kvenna- og karlaflokkum, aldursskipting var ekki mjög nákvæm.

 

Reykhóladagahlaupið:

1,5 km.  1. Freyja og Yrsa, 2. Ásborg og Árný, 3. Einar Valur.

2 km.     1. Heiðdís Birna og Atli.

4 km.     1. Stefán,   Sigga.

5 km.     1. Mikael Tumi Ragnarsson, 2. Styrmir Gíslason, 1. Valdís Valgeirsdóttir, 2. Dísa Tómasdóttir.

15. km.  1. Birkir Þór Stefánsson, 2. Styrmir Sæmundsson, 3. Ketill Ingi Guðmundsson.

 

Bjórmíla:

Ný keppnisgrein þar sem keppendur hlaupa 1 mílu, (1609 m.) og þurfa að drekka 1 bjór á rúmlega 400 m. fresti. Besti tíminn dugar ekki endilega til sigurs, því refsistig eru fyrir að skila bjórnum á leiðinni.

 

Á þetta reyndi í þessari fyrstu keppni, fyrstur í mark og þar með brautarmethafi var Jóhannes Geir Guðmundsson, en Bjarki Stefán Jónsson fékk titilinn því hann kom öllum bjórnum í mark.

Silvía Kristjánsdóttir vann kvennaflokkinn örugglega.

 

Kassabílarall:

  1. sæti, Bjarni og Hilmar Ágústssynir.

Verðlaun fyrir frumlegasta kassabílinn, Kristján Steinn Guðmundsson.

Þess má geta að sá bíll hefur keppt í fjölmörgum kassabílaröllum og unnið til verðlauna. Hann er búinn ljósum og útvarpi, og ber skráningarnúmerið 313 eins og bifreið Andrésar andar.

 

Ökuleikni á dráttarvél:

  1. sæti, Páll Vignir Magnússon sem kom austan af Fljótsdalshéraði í þessa keppni, en hann hefur áður keppt til sigurs hérna.

Í kvennaflokki keppti Indíana Ólafsdóttir óvart og bar sigur úr býtum.

 

Læðutog:

  1. sæti karlar, Haraldur Ólafsson,     1.sæti konur, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Sigrún Kristjánsdóttir.

Þarabolti:

  1. sæti,   Strumparnir. 
  2. sæti,   Grundarliðið. 

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31