20. ágúst 2016 | Umsjón
Úrslitin í takti við það sem vænta mátti
Skákmótið á Reykhólum til minningar um Birnu E. Norðdahl lukkaðist í alla staði vel. Í kvennaflokki urðu efstar landsliðskonurnar Lenka Ptáčníková og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir en í karlaflokki stórmeistararnir Jón L. Árnason og Jóhann Hjartarson.
Keppendur voru hátt í fjörutíu, langflestir aðkomnir, en einnig heimafólk. Þátttakan var mun meiri en búist hafði verið við.
Áslaug Berta Guttormsdóttir, rijudagur 23 gst kl: 22:54
Frábært skákmót og einstakur viðburður, hvernig sem á hann er litið. Því miður hafði ég lítinn tíma til að fylgjast með mótinu en leit aðeins við í íþróttahúsinu í amstri dagsins. Hátíðarkvöldverðurinn, ræðuhöld og óhefðbundin verðlaunaafhending á kvöldverði var sérstaklega vel heppnað. Kærar þakkir fyrir mig og sömuleiðis fyrir hönd sveitarstjórnar Reykhólahrepps.