Utankjf.kosning á Reykhólum og fyrir Flateyinga 26. maí
Hægt verður að kjósa utan kjörfundar vegna sveitastjórnarkosninga á skrifstofu Reykhólahrepps mánudaginn 26. maí milli 11:30 og 12:00. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir íbúa í Flatey á Breiðafirði fer fram á Brjánslæk mánudaginn 26. maí 2014 við komu ferjunnar Baldurs til Brjánslækjar um kl. 17:30. Nánari upplýsingar veitir sýslumaður í síma 450-2200. Kjósandi sem vill greiða atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum. Þetta kemur fram í auglýsingu frá sýslumanni. Þar segir einnig:
Þá er vakin athygli á því, að einnig er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá öðrum sýslumönnum.
Í Laugardalshöll í Reykjavík, en þar verður opið alla daga kl. 10:00 – 22:00. Á kjördag, laugardaginn 31. maí 2014, verður opið frá kl. 10:00 til kl. 17:00 fyrir kjósendur utan höfuðborgarsvæðisins.
Kjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist kjörstjóra eigi síðar en kl. 16:00 fjórum dögum fyrir kjördag eða eigi síðar en kl. 16:00 þriðjudaginn 27. maí 2014.
Tryggvi Gunnarsson Flatey, rijudagur 27 ma kl: 03:34
Hef ekk heyrt í neinum sem gefur kost á sè til setu í hreppsnefnd þar sem öll gamla hreppsnefnindin óskaði ekki eftir endurkjöri.
Væri til of mikils mælst að fá einhver viðbrögð.
Kv. Tryggvi Flatey