19. október 2016 | Umsjón
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á Reykhólum vegna alþingiskosninga 29. október verður þriðjudaginn 25. október á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum kl. 14-14.45 og skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð kl. 15-16. Til stóð að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar í Flatey (í Frystihúsinu) yrði á morgun, fimmtudag 20. október. Á vefnum Sýslumenn kemur fram, að vegna óveðurs frestist hún um einn dag eða fram á föstudag kl. 13-14.