Útboð - Hellisbraut Reykhólum
Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum í verkið;
Reykhólahreppur – Hellisbraut
Verkið felur í sér gerð á nýrri götu að Hellisbraut í Reykhólahreppi
Verktaki skal jarðvegsskipta götustæðum samkvæmt kennisniðum og leggja styrktarlag. Verktaki skal einnig leggja fráveitu og vatnsveitu og ýmist leggja eða aðstoða við lagningu annarra veitulagna.
Helstu magntölur eru:
Gröftur 1.300 m³
Styrktarlag og fylling í lagnaskurði 1.100 m³
Fráveitulagnir 400 m
Vatnsveitulagnir 120 m
Verkið skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. júlí 2023
Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með 2. mars 2023
Beiðni um afhendingu gagna skal send á netfangið sveitarstjori@reykholar.is
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Reykhólahrepps að Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi þann 15. mars kl. 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.