Útboð á hafnarbótum í Flatey
Flatey á Breiðafirði: Stækkun á ferjubryggju og steypt sjóvörn 2020
Reykhólahreppur og Vegagerðin óska eftir tilboðum í neðangreint verk.
Útboðið nefnist:
Flatey á Breiðafirði: Stækkun á ferjubryggju og steypt sjóvörn 2020.
Helstu magntölur:
· Stækkun ferjubryggju, um 45 m2, staurarekstur, bygging burðarvirkis og klæðning.
· Viðgerð á ferjubryggju, endurnýja skemmda hluta á bryggjunni.
· Steypa um 30 m langa sjóvörn.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 6. apríl 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. apríl 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.
Gunnar Sveinsson, mivikudagur 15 aprl kl: 17:24
Loksins kom að því að farið verður í endurbætur á Flateyjarbryggju. Við Flateyingar erum búnir að berjast fyrir þessu í mörg ár. Löngu er orðið tímabært að fara í þessar viðgerðir og endurbætur enda bryggjan beinlínis hættuleg. Það hriktir og brakar í bryggjunni allri þegar þetta þunga skip, Baldur leggst að og togað er í springinn.
Aðgerðir gegn ágangi sjávar í Flatey eru einnig löngu tímabærar. Klettaveggurinn upp af Grýluvogi er stórhættulegur og gríðarlega hefur grafist undan bergstálinu upp af Þýskuvör í austurátt. Húsin Bentshús og Vinaminni standa orðið ansi tæpt.
Við í Flatey vonumst til að sjá framkvæmdir hefjast í maí mánuði n.k.
Með Flateyjarkveðjum
Gunnar Sveinsson
Eyjólfshúsi, Flatey