Tenglar

9. janúar 2009 |

Útflutningur á vestfirskum jurtasmyrslum í bígerð

Aðalbjörg í sínu náttúrlega umhverfi ásamt smyrslabuðkum.
Aðalbjörg í sínu náttúrlega umhverfi ásamt smyrslabuðkum.

Stefnt er að því að hefja á þessu ári útflutning á græðandi smyrslum úr vestfirskum jurtum, sem framleidd eru á Tálknafirði undir heitinu Villimey. Frá þessum áformum var greint í Svæðisútvarpi Vestfjarða. Frumkvöðullinn Aðalbjörg Þorsteinsdóttir á Tálknafirði framleiðir nú margar tegundir af græðandi jurtasmyrslum sem njóta ört vaxandi vinsælda. Ævintýrið byrjaði sem tilraunir í eldhúsinu hjá Aðalbjörgu en nú er fyrirtækið komið í stórt og rúmgott atvinnuhúsnæði. Segja má að barnið hafi dafnað betur en móðirin átti von á. Villimey er langt frá stærsta markaðinum hérlendis en frá Tálknafirði til Reykjavíkur eru um 400 km. Fyrirtækið er hins vegar nálægt hráefninu. Ekki er hægt að tína jurtirnar á einhverri umferðareyju, heldur eru þær tíndar á stærsta umhverfisvottaða svæði landsins.

 

Villimey bættist fyrir tæpu ári í hóp nokkurra íslenskra fyrirtækja sem hafa fengið vottun Túns til sjálfbærrar söfnunar á afurðum villtrar náttúru landsins. Var hún þá fjórða vestfirska fyrirtækið til að hljóta slíka vottun, en fyrir í þeim hópi voru Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, Íslenska kalkþörungafélagið á Bíldudal og dúnbýlið Æðey í Ísafjarðardjúpi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30