12. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Útför Lilju á Grund
Lilja Þórarinsdóttir (Lilja á Grund) verður jarðsungin frá Reykhólakirkju kl. 14 í dag, föstudag. Að athöfn lokinni verður erfisdrykkja í íþróttahúsinu á Reykhólum.
► Heiðursborgari Reykhólahrepps: Lilja á Grund látin
Karlotta Jóna Finnsdóttir, fstudagur 12 aprl kl: 11:21
Lilja á Grund var mikil heiðurskona eins og pabbi gamli sagði oft. Minningu á ég um það þegar hún var að koma út að Skerðingsstöðum ríðandi og svo fékk ég ( sennilega um 5 ára gömul) að ríða með henni innað Höllustöðum og hljóp svo til baka. Lilja var alltaf einstaklega góð og hlý í minn garð og hringdi stundum í mig þega ég var flutt á mölina bara til að spjalla. Því miður get ég ekki fylgt henni síðasta spölinn en votta öllum ástvinum hennar mína dýpstu samúð.
Karlotta frá Skerðingsstöðum