Tenglar

16. desember 2011 |

Útgáfufagnaði og útskriftarteiti slegið saman

Texti og myndir á bakhliðinni.
Texti og myndir á bakhliðinni.
1 af 3

Útgáfufagnaður ljóðabókarinnar hans Manna í Mýrartungu (Jóns heitins Snæbjörnssonar frá Stað í Reykhólasveit) verður haldinn á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 18 í Njarðarholti 1 í Mosfellsbæ. Jafnframt er þetta útskriftarfagnaður tveggja af afleggjurum Manna og Heiðu (Aðalheiðar Hallgrímsdóttur frá Dagverðará á Snæfellsnesi), þeirra Unnar Helgu og Svavars Jóns. „Loksins“ segja víst einhverjir í gamansömum tón um útskrift þeirra. Hið sama má raunar segja um útgáfuna á kveðskapnum hans Manna.

 

Gómsætar veitingar verða á borðum og jafnframt er hægt að kaupa ljóðabókina sem var að líta dagsins ljós.

 

Manna-fjölskyldan, ekki aðeins Unnur Helga Jónsdóttir hljóðverkfræðingur, dóttir Manna, og Svavar Jón Árnason rennismiður, dóttursonur hans, sem voru að útskrifast, vonast til að sjá sem flesta. Eða eins og þau segja: „Þegar mikið er um að vera og mikil gleði býr í hjarta vill maður deila henni með fólki sem manni þykir vænt um.“

 

Þeir sem vilja tryggja sér eintak af bókinni geta lagt kr. 2.900 á reikning nr. 0324-13-008811, kt. 191275-4119, og sent staðfestingu á Ólínu Kristínu, auk þess sem hægt er að nálgast bókina hjá Heiðu, Snæbirni, Ingu Hrefnu og Ólínu.

 

Bókin verður líka til sölu hjá Eyva og Ólafíu í Hólakaupum á Reykhólum núna eftir helgi.

 

Smellið á myndirnar til að stækka þær.

 

Sjá nánar:

09.11.2011  Ljóðabók Manna í Mýrartungu væntanleg

 

Athugasemdir

Harpa Eiríksdóttir, laugardagur 17 desember kl: 15:27

Það verður lesið upp úr henni í Stingum af til Vestfjarða í komandi viku, teknar nokkrar á dag enda frábær maður þarna á ferð og margar skemmtilegar vísur úr sveitinni

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30