Tenglar

23. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Útilokar ekki að sett verði sérlög

Leiðir sem fram hafa komið í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.
Leiðir sem fram hafa komið í ólíkum tillögum og úttektum Vegagerðarinnar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lagning nýs vegar um Gufudalssveit sé eitt brýnasta verkefni í samgöngumálum á landinu. Hún gerði grein fyrir stöðunni í sérstakri umræðu á Alþingi í gær, sem var að frumkvæði Ólínu Þorvarðardóttur varaþingmanns. Málið kom til umræðu í kjölfar þess að Skipulagsstofnun hafnaði nýrri tillögu Vegagerðarinnar að vegi um Teigsskóg í Þorskafirði.

 

Vegagerðin hyggst kæra úrskurðinn. Hanna Birna segir að sú málsmeðferð kunni að taka of langan tíma. Hún útilokaði ekki að lagt yrði til við Alþingi að sett yrðu sérlög um lagningu vegar um Teigsskóg. Fyrst þurfi þó að skoða til hlítar þann möguleika að óska eftir endurupptöku á umhverfismati og komast að því hversu langan tíma það tæki.

 

Svar Skipulagsstofnunar til Vegagerðarinnar, dags. 9. september 2014.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30