Tenglar

21. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Útilýsing Reykhólakirkju: Skipt verður um kastara

Örn Snævar Sveinsson við tvo af gömlu kösturunum. Tveir aðrir eru yst til hægri. Sá fimmti er bak við kirkjuna.
Örn Snævar Sveinsson við tvo af gömlu kösturunum. Tveir aðrir eru yst til hægri. Sá fimmti er bak við kirkjuna.

Ákveðið hefur verið að fá nýja kastara til að lýsa upp Reykhólakirkju að utan. Gömlu ljóskastararnir sem eru fimm talsins hafa ekki verið í notkun síðustu misseri. Formaður sóknarnefndar Reykhólasóknar, Örn Snævar Sveinsson skipstjóri, segir að þeir séu geysilega orkufrekir og þó að nýir kastarar kosti talsvert fé borgi þetta sig með tímanum með minni rafmagnskostnaði.

 

Nýju kastararnir verða væntanlega aðeins þrír og verða á þremur af stöplunum sem settir voru niður á sínum tíma þegar lýsingunni var komið upp. Það hefur líklega verið fyrir kannski eitthvað um tólf til fimmtán árum - hver veit eða man það nánar? Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum, sem um langt árabil hefur tekið að sér steinsögun þar sem þörf er á slíku, hafði veg og vanda af gerð stöplanna.

 

Örn Snævar vonast til að nýju kastararnir komist í gagnið eftir einn til tvo mánuði.

 

Söfnunarreikningur Reykhólakirkju er 0153-05-402684, kt. 530269-6049, eins og fram kemur á heimasíðu Reykhólaprestakalls. Þar segir einnig, að meðal þess sem safnað er fyrir sé ný útilýsing við kirkjuna. Reikningurinn var stofnaður fyrir skömmu í tilefni þess, að í haust (8. september) verður hálf öld liðin frá vígslu kirkjunnar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31