Tenglar

10. júní 2014 | vefstjori@reykholar.is

Útivistarhelgin Gengið um sveit í fjórða sinn

Frá einni af göngunum árið 2012.
Frá einni af göngunum árið 2012.

Dagana 20.-22. júní (föstudagur til sunnudags) verður útivistarhelgin Gengið um sveit í Reykhólahreppi, sem haldin er í fjórða skipti í ár. Þar er um að ræða langar og skemmri göngur undir leiðsögn, sem ættu að hæfa öllum aldurshópum. Opið fyrir skráningu til og með 20. júní. Mælt er með að fólk skrái sig sem fyrst á netfangið info@reykholar.is eða í síma 894 1011 (til 15. júní). Eftir þann tíma verður hægt að bóka sig í göngur á netfangið info@reykholar.is. Þeir sem skrá sig eftir 15. júní fá ekki afslætti. Sem ábót á útivistarhelgina er miðnæturganga á Vaðalfjöll á sjálfri Jónsmessunni, þriðjudaginn 24. júní, ef nægileg þátttaka fæst. - Dagskráin og allar upplýsingar eru hér fyrir neðan.

 

Ef tekið er þátt í tveimur stuttum göngum eða löngu göngunni munu þátttakendur fá afsláttarmiða sem gefur 50% afslátt í sund á Reykhólum og í Djúpadal, í þaraböðin hjá Sjávarsmiðjunni á Reykhólum og á sýningarnar hjá Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum og Össusetri Íslands í gamla kaupfélaginu í Króksfjarðarnesi.

 

 

 

 

Gengið um sveit 2014 - dagskrá

 

 

 

Föstudagur 20. júní

 

 

Bjartmarssteinn

  • Leiðsögumaður Sveinn Ragnarsson.
  • Lagt upp frá Sólheimamelum (gamla hestavellinum), gengið meðfram Borgunum vestanvert að Bjartmarssteini og fjaran til baka.
  • Ganga þarf á köflum gegnum hrís, þannig að stuttbuxur eru ekki heppilegar.
  • Leiðin öll er um 5 km. Frekar auðveld leið og ekki mikil hækkun.
  • Mæting á Sólheimamelum kl. 15 og komið þangað aftur um kl. 18.

Verð

Fullorðnir kr. 1.000

14-16 ára kr. 500

13 ára og yngri - frítt í fylgd með fullorðnum

 

 

Laugardagur 21. júní

 

 

Langa gangan (ketsúpugangan) um Grónesið

  • Leiðsögumaður Þröstur Reynisson.
  • Mæting við Brekku kl. 10. Safnað í bíla og ekið að réttinni í Djúpadal. Komið aftur að Brekku kl. 17.
  • Leiðin er um 13 km. Hluti á misgóðum bílvegum, í fjöru og eftir kindagötum. Lítið upp og niður. Hvergi bratt, öllum fært.
  • Engin hækkun á leiðinni að ráði.
  • Reikna má með 5-7 klst. í ferðina.
  • Boðið verður upp á ketsúpu á leiðinni.

Verð með ketsúpu

Fullorðnir kr. 3.500

14-16 ára kr. 2.000

13 ára og yngri - frítt í fylgd með fullorðnum í gönguna en verð fyrir ketsúpu kr. 500

Verð án ketsúpu

Fullorðnir kr. 2.000

14-16 ára kr. 1.000

13 ára og yngri - frítt í fylgd með fullorðnum

 

 

Kaffihússkvöld með Gísla Súrssyni og Fjalla-Eyvindi

 

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum og Kómedíuleikhúsið taka höndum saman og halda kaffihússkvöld í húsnæði sýningarinnar laugardagskvöldið 21. júní. Húsið opnað kl 18.30, sýningin byrjar kl 19.30. Tilboðsverð er kr. 3.500. Hægt verður að kaupa veitingar fyrir sýningu og einnig í hléi.

 

 

Sunnudagur 22. júní

 

Sunnudagurinn er helgaður sögum.

 

Söguganga á Reykhólum

  • Leiðsögumaður Sveinn Ragnarsson.
  • Mæting á Báta- og hlunnindasýningunni kl. 13.
  • Gengið um Reykhóla og niður Grettisstíginn, yfir að Langavatni og áleiðis upp að þorpinu.
  • Frekar létt ganga, engin hækkun, tími ca. 2-3 klst.
  • Lögð verður áhersla á sögu í þessari skemmtilegu göngu. Tilvalin fyrir alla fjölskylduna.

Verð

Fullorðnir kr. 1.000

14-16 ára kr. 500

13 ára og yngri - frítt í fylgd með fullorðnum

 

 

Til viðbótar: Jónsmessuganga á Vaðalfjöll

 

Ef næg þátttaka fæst verður Jónsmessuganga á Vaðalfjöll þriðjudagskvöldið 24. júní, á sjálfri Jónsmessunni.

  • Leiðsögumaður Sveinn Ragnarsson.
  • Mæting við Hótel Bjarkalund kl. 21.30.
  • Gangan er róleg í fyrstu og lítil hækkun. Þegar nær dregur er svolítið brattara og leiðin upp á sjálf Vaðalfjöllin er frekar brött, en þó er ekki um klifur að ræða. Á toppnum er mjög gott útsýni.
  • Stefnt er að því að vera á toppi Vaðalfjalla um miðnætti.
  • Fólk fer síðan heim þegar hverjum hentar.
  • Vegalengd 3,5 km aðra leiðina. Hækkun rúmir 400 m.

Verð

Fullorðnir kr. 1.000

14-16 ára kr. 500

13 ára og yngri - frítt í fylgd með fullorðnum

 

 

Góða skemmtun!

Og munum að fara varlega þegar gengið er um ókunnar slóðir.

 

Frekari upplýsingar um útivistarhelgina er að fá í netfanginu info@reykholar.is og á Facebooksíðunni Gengið um sveit - Reykhólahrepp - fylgist með henni!

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31