Tenglar

4. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Útköll hjá Heimamönnum: Við dæmum ekki

Við dæmum ekkert hvort um glapræði er að ræða eða ekki, við bara aðstoðum fólk þegar þess gerist þörf, segir Erla Reynisdóttir í Mýrartungu í Reykhólasveit, félagi í Björgunarsveitinni Heimamönnum í Reykhólahreppi aðspurð. Í veðuráhlaupinu sem nú dynur yfir hafa félagar í Heimamönnum farið tvisvar til aðstoðar fólki á ferð á vegum, í fyrra skiptið í nótt og aftur í dag. Erla gerði lítið úr þeim erfiðleikum sem þarna hefði verið við að etja.

 

Seint í gærkvöldi fóru menn úr Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík upp á Steingrímsfjarðarheiði til bjargar fólki sem þar sat í nokkrum bílum og hafði lagt á heiðina ófæra í snarvitlausu veðri. Í bílunum voru meðal annarra níu börn og allt niður í tveggja ára aldur. Flest barnanna voru að koma ásamt fararstjórum sínum af íþróttamóti syðra. Um þrjúleytið í nótt voru björgunarsveitarmenn búnir að koma fólkinu til Hólmavíkur.

 

Síðdegis í dag fóru menn úr Björgunarsveitinni Ósk í Dalabyggð upp á Svínadal til bjargar fólki sem þangað hafði komist í brjáluðu veðri á litlum fólksbíl á leið vestur. Á þeim tíma sá tæpast milli húsa í Búðardal.

 

Eins og hér kom fram aflýsti sóknarpresturinn á Reykhólum strax á laugardag helgihaldi sem boðað hafði verið í Reykhólakirkju í gærkvöldi. Enda lá þá þegar fyrir hvernig veðrið yrði þá orðið á Vestfjarðakjálkanum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31