Tenglar

17. nóvember 2011 |

Útleiga á sumarrekstri í Reykhólaskóla

Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.

Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum frá áhugasömum sem vilja taka að sér sumarrekstur í Reykhólaskóla sumarið 2012. Leigutími er frá 15. júní til 15. ágúst. Húsnæðið sem reksturinn gæti tekið til er gamla heimavistin í skólanum, íþróttahúsið, borðsalur skólans og tvö eldhús. Allur búnaður sem fyrir er fylgir, þ.e. borð, áhöld og borðbúnaður og dýnur í rúmum. Bókanir fyrir sumarið 2012 eru þegar hafnar. Samkvæmt reglum verður aðili sjálfur að sjá um að útvega leyfi til veitingareksturs en húsnæðið hefur leyfi til reksturs farfuglaheimilis og gistingar.

 

Um er að ræða verkefni til að fjölga atvinnutækifærum og bæta þjónustu í sveitarfélaginu. Hreppsnefnd áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

 

Allar upplýsingar veitir Ingibjörg B. Erlingsdóttir sveitarstjóri í síma 434 7880. Umsóknir skulu berast bréflega eða í netfangið sveitarstjori@reykholar.is.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Janar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31