31. janúar 2010 |
Útlit fyrir að grasspretta verði með besta móti
„Það hefur sýnt sig að heyfengurinn fylgir nærri því eins vel vetrarhitanum og samanlögðum vetrar- og sumarhitanum. Það lítur vel út með grassprettuna í ár. Ég nota Stykkishólm, hitann þar. Hann er góður núna. Það eru liðnir fjórir mánuðir af sjö sem ég legg til grundvallar og samanlagt hafa þeir verið hlýrri en í meðallagi,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, um sína árvissu grassprettuspá þetta árið.
- Hvernig er útlitið miðað við undanfarinn áratug?
„Það er nú kannski ekki betra því að þetta er besti áratugurinn sem hefur komið í háa herrans tíð.“
- Þetta er því enn eitt árið sem útlit er fyrir góða sprettu?
„Enn sem komið er er útlit fyrir það og heldur ólíklegt að það breytist.“
Rætt var við Pál í Morgunblaðinu á föstudag.