Tenglar

8. desember 2012 |

Útsel fækkar í Breiðafirði og annars staðar

Útselskópar voru talsvert færri þegar talið var í látrum landsins í haust en þegar síðast var talið haustið 2008. Nú voru kóparnir rétt rúmlega eitt þúsund talsins og útselsstofninn talinn vera um 4.100 dýr, að sögn Erlings Haukssonar, sjávarlíffræðings og yfirmanns selarannsókna hjá Selasetri Íslands á Hvammstanga. Erlingur segir að svo virðist sem stofninn sé nú í lágmarki.

 

„Það kom mér verulega á óvart hvað þetta voru fáir kópar. Árið 2008 taldi ég mun fleiri útselskópa en 2005. Þá hélt ég að útselsstofninn væri kominn á ferð upp á við. Það er alls ekki svo. Hann er nú kominn niður fyrir það sem hann var árið 2005.“

 

Þetta kom fram í Morgunblaðinu.

 

Erlingur var ekki búinn að komast að niðurstöðu um hvað hefur valdið þessari kúvendingu í útselsstofninum. Látur útsela eru aðallega í Breiðafirði, á Ströndum og austur í Öræfum. Erlingi fannst almennt gæta fækkunar í öllum látrum, en hún sé þó ef til vill mest áberandi á tilteknum stað í Breiðafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30