Tenglar

8. maí 2009 |

Útsendingin frá arnarhreiðrinu „komin í loftið“

Arnarhjónin á setri sínu.
Arnarhjónin á setri sínu.

Nú eiga loksins tæknimálin varðandi útsendinguna frá arnarhreiðinu margumtalaða að vera komin í lag. Borði með áletruninni Arnarsetrið hefur verið settur inn í tengladálkinn neðarlega vinstra megin á síðunni og jafnframt annar tímabundið fyrir neðan efstu frétt í miðdálki, sem birtist öðru hverju til skiptis við aðra borða. Fyrst um sinn er öllum frjáls aðgangur að útsendingunni frá hreiðrinu.

„Fjöldi fólks virðist vera eins og vængbrotinn af því hafa ekki útsendinguna frá heiðrinu“, segir Bergsveinn Reynisson (Beggi) á Gróustöðum í Reykhólahreppi, sem stendur að Arnarsetri Íslands ásamt Signýju M. Jónsdóttur (Möggu) eiginkonu sinni.

 

Verið er að athuga hvort hægt sé að auka myndgæðin í útsendingunni enn frekar. Látið ykkur ekki bregða þó að fyrst birtist orðin No Image (Engin mynd). Myndin á að koma innan örfárra sekúndna ef allt er í lagi. Einhverjir byrjunarörðugleikar eru þó ekki útilokaðir ef álagið verður mikið. Þvert yfir myndina, rétt fyrir neðan fuglinn sem liggur á hreiðrinu, er borði sem vonandi hverfur innan tíðar en ætti raunar ekki að skipta svo miklu máli.


Nokkur skemmtileg myndaskot af framvindu mála á arnarsetrinu frá 16. apríl til 4. maí hafa verið sett hér inn á ljósmyndavefinn. Sjá valmyndina vinstra megin: Ljósmyndir > Myndasyrpur > Arnarsetur apríl-maí 2009. Skotum þessum náðu Finnur Jóhannesson og Sigurjón Einarsson. Dagsetningarnar má sjá neðst á myndunum.
 

Sjá einnig:

06.05.2009 Assan búin að verpa og útsendingar hefjast brátt

 

> Fuglavernd - Arnarvefurinn

> Fuglavernd - Arnarmyndir

> Fuglavefurinn - Haförn

> Fuglaverndarfélag Íslands
 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 08 ma kl: 19:12

Einhver andsk. virðist í ólagi þegar traffíkin kemur. Þetta virkaði fínt áður en ég setti fréttina og tengilinn inn ...

Gísli, fstudagur 08 ma kl: 19:31

Er ekki hægt að taka þetta "Blue Iris Evaluation Version" út?

Magni Örvar Guðmundsson, fstudagur 08 ma kl: 20:58

Þetta Blue Iris Evaluation Version er dálítið pirrandi, vonandi hverfur það fljótlega út þegar allt fer að virka. Beggi og Magga þakka ykkur framtakið það verður gaman að fylgjast með framvindunni. Vonandi hafið þið einhvern góðan kostunaraðila með ykkur. Annars erum við hin sem höfum áhuga á að fylgjast með þessu ekkert ogf góð til að borga einhverjar verðlitlar krónur fyrir þetta í áskrift.
Baráttukveðja frá Ísafirði og bestu kveðjur til Hlyns Þórs Blekbónda.
Magni

Stefán, fstudagur 08 ma kl: 22:43

Frábært framtak. Er ekki hægt að losna við ´Blue Iris Evaluation Version´?

einar örn, laugardagur 09 ma kl: 00:54

ha,ha, hálfvitar það er bara komið myrkur

Ferdinand Jónsson, sunnudagur 10 ma kl: 09:28

Frábært framtak!
Stórkostlegt að fá að sjá Konungshjónin.

Áhugavert væri að vita hvernig þau skipata með sér álegunni hlutfallslega?

Kærar þakkir og innilega til hamingju með frábært framtak.

Bestu kveðjur

Ásta G. Björnsdóttir, sunnudagur 10 ma kl: 10:27

Þúsund þakkir fyrir framtakið. Frábært að fylgjast með þessu.
Ég mun ásamt nemendum mínum í 2.bekk fylgjast með.
Kveðjur úr Hafnarfirði.

Beggi og Magga, sunnudagur 10 ma kl: 18:37

Já þá er þetta orðið að veruleika.

Hægt hefur verið eftir krókaleiðum að fylgjast með hreiðrinu í nokkurn tíma en sú tenging var á köflum mjög hæg. Ýmis vandamál hafa komið upp á þessum fyrstu stigum, en nú er bara að vona að hvorki tæknin né náttúran bregðist og fuglarnir ungi út, en það ætti að verða um eða uppúr mánaðarmótunum maí-júní.

Hafa ber þó í huga að hér er ekki um leikstýrt efni að ræða og ymislegt getur komið uppá í náttúrunni.

Fyrir hönd Arnarsetursins viljum við þakka góð orð og þeim fjölmörgu sem hafa gert þessa útsendingu að veruleika, þó sér í lagi fyrirtækjunum Xodus, Elneti og Eyjasiglingu sem hafa gert þetta tæknilega mögulegt.

Kærar þakkir.

Hanna Dalkvist, mnudagur 11 ma kl: 08:41

Tær snilld, til hamingju með þetta :)

Hilmar Pálsson, mnudagur 11 ma kl: 10:33

Skemtilegt og gott framtak fyrir okkur fuglaáhugamenn. lít inn á þetta daglega. Takk fyrir gott framtak. Kv. Hilmar P.

Sigurbjörg Akureyri, mnudagur 11 ma kl: 15:43

Mér finnst þetta algjörlega frábært að sjá örninn kúra þarna rétt við hreiðið , frábært ....Takk

Atli (Xodus), mnudagur 11 ma kl: 15:57

Sælt veri fólkið.
Ég starfa hjá Xodus, þar sem við erum að taka strauminn frá hreiðrinu inn á server hjá okkur og streyma hann síðan áfram til ykkar.

Við vorum að prófa okkur áfram með forrit til að streyma þessu, og enduðum eftir nokkrar prófanir á Blue Iris,,og nú er blái prufuborðinn farinn út.

Við verðum eitthvað áfram að prófa stillingar ofl. þannig að ég vona að þið sýnið okkur smá biðlund og þolinmæði.. :)

Allavega, er hreiðrið komið núna á 50mb ljósleiðaratengingu hjá okkur þannig að hraðinn ætti að vera góður.

bk
atli (xodus)

Ferdinand Jónsson, mnudagur 11 ma kl: 19:07

Algjört undur!
Fín myndgæði.
Mjög "spiritúelt" að fylgjast með þessu ævintýri Íslenskrar nátturu.

Hjartansþakkir frá London

Sigurbjörg Akureyri, mivikudagur 13 ma kl: 09:36

Ég spyr mér fróðari menn ,hvenær er von á ungunum ? ..... Takk fyrir mig

Ferdinand Jónsson, laugardagur 13 jn kl: 11:17

Get ekki betur séð en að Assan sé farin að mata unga með "mjólk" úr sarpinum?
Mykið undur að fá að fylgjast með þessu ævintýri.
Enn og aftur kærar þakkir og kveðjur frá Lundúnum.

Margrét Karlsdóttir, laugardagur 15 ma kl: 11:38

Frábært framtak og gaman að geta fylgst með fuglalífinu þarna.

Margrét Karlsdóttir, laugardagur 15 ma kl: 11:42

Kemst ekki inn til að skoða.Vonandi bara tímabundið ekki í lagi.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31