Útsendingin frá arnarhreiðrinu „komin í loftið“
Nú eiga loksins tæknimálin varðandi útsendinguna frá arnarhreiðinu margumtalaða að vera komin í lag. Borði með áletruninni Arnarsetrið hefur verið settur inn í tengladálkinn neðarlega vinstra megin á síðunni og jafnframt annar tímabundið fyrir neðan efstu frétt í miðdálki, sem birtist öðru hverju til skiptis við aðra borða. Fyrst um sinn er öllum frjáls aðgangur að útsendingunni frá hreiðrinu.
„Fjöldi fólks virðist vera eins og vængbrotinn af því hafa ekki útsendinguna frá heiðrinu“, segir Bergsveinn Reynisson (Beggi) á Gróustöðum í Reykhólahreppi, sem stendur að Arnarsetri Íslands ásamt Signýju M. Jónsdóttur (Möggu) eiginkonu sinni.
Verið er að athuga hvort hægt sé að auka myndgæðin í útsendingunni enn frekar. Látið ykkur ekki bregða þó að fyrst birtist orðin No Image (Engin mynd). Myndin á að koma innan örfárra sekúndna ef allt er í lagi. Einhverjir byrjunarörðugleikar eru þó ekki útilokaðir ef álagið verður mikið. Þvert yfir myndina, rétt fyrir neðan fuglinn sem liggur á hreiðrinu, er borði sem vonandi hverfur innan tíðar en ætti raunar ekki að skipta svo miklu máli.
Nokkur skemmtileg myndaskot af framvindu mála á arnarsetrinu frá 16. apríl til 4. maí hafa verið sett hér inn á ljósmyndavefinn. Sjá valmyndina vinstra megin: Ljósmyndir > Myndasyrpur > Arnarsetur apríl-maí 2009. Skotum þessum náðu Finnur Jóhannesson og Sigurjón Einarsson. Dagsetningarnar má sjá neðst á myndunum.
Sjá einnig:
06.05.2009 Assan búin að verpa og útsendingar hefjast brátt
Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 08 ma kl: 19:12
Einhver andsk. virðist í ólagi þegar traffíkin kemur. Þetta virkaði fínt áður en ég setti fréttina og tengilinn inn ...