20. maí 2008 |
Útskipun á þangmjöli
Síðustu daga hefur verið hér í Reykhólahöfn flutningaskipið Amanda frá Danmörku til þess að lesta mjöl í lausu sem selt hefur verið til Skotlands. Í þetta sinn fóru um 650 tonn af þangmjöli með skipinu. Útflutningur á mjöli með skipum beint héðan frá Reykhólum hefur verið að aukast og stefnt er að því að sem mest fari á þann hátt frá Þörungaverksmiðjunni hf.