Tenglar

29. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Útskrifuðust með glæsibrag

Nemendur við útskriftina. Myndin er fengin af vef Reykhólaskóla.
Nemendur við útskriftina. Myndin er fengin af vef Reykhólaskóla.

Fjórir starfsmenn Reykhólaskóla, þær Dísa Sverrisdóttir, Indiana Svala Ólafsdóttir, Íris Ósk Sigþórsdóttir og Lovísa Ósk Jónsdóttir, hafa í vetur verið í grunnnámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa ásamt átta starfsmönnum Grunnskólans á Hólmavík. Uppskeruhátíð nemendanna var núna í vikunni þegar þeir útskrifuðust með glæsibrag.

 

Námskeiðið hefur verið á fimmtudögum, ýmist í Reykhólaskóla eða í Grunnskólanum á Hólmavík. Í upphafi var ákveðið að nota þá þekkingu sem til er heima í héraði og gekk það mjög vel. Af 60 kennslustundum voru einungis tvær kenndar af öðrum en íbúum Reykhólahrepps og Strandabyggðar.

 

Kennarar frá Reykhólahreppi voru Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafræðingur, Áslaug Berta Guttormsdóttir sérkennari, Andrea Björnsdóttir þroskaþjálfi, Sandra Rún Björnsdóttir iðjuþjálfi, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir íþróttakennari og Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri. Auk þeirra kenndu Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir sérkennari, Esther Ösp Valdimarsdóttir tómstundafulltrúi, Ásta Þórisdóttir grunnskólakennari og Guðjón Ólafsson frá félagsþjónustu Norðurþings vestra. 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30