Tenglar

21. janúar 2016 |

Útsvar: Hver er sá litli og hver er sá stóri?

Ólína Kristín Jónsdóttir, Kristján Gauti Karlsson og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Ólína Kristín Jónsdóttir, Kristján Gauti Karlsson og Guðjón Dalkvist Gunnarsson.

Lið Reykhólahrepps og Reykjavíkurborgar keppa í annarri umferð Útsvars í Sjónvarpinu annað kvöld, föstudag, og hefst leikurinn kl. 20. Þarna er um að ræða fámennasta sveitarfélagið í keppninni og það fjölmennasta (270 íbúar á móti 122.000). Hvað víðerni snertir er Reykhólahreppur hins vegar miklu stærri (1.090 ferkílómetrar á móti 273). Hvorugt ætti þó að skipta máli þegar inn á völlinn er komið.

 

Lið Reykhólahrepps skipa (í stafrófsröð) Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum, Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

 

„Það eru allir velkomnir í sal, mæting í útvarpshúsið við Efstaleiti klukkan hálfátta. Endilega mætið ef þið getið og hvetjið okkur áfram, það er keppni milli litla og stóra,“ segir Ólína Kristín.

 

Ekki kemur fram í þessum ummælum hennar hver sá litli er og hver sá stóri.

 

Athugasemdir

Halldóra Þórðardóttir, fstudagur 22 janar kl: 18:22

Gangi ykkur vel í kvöld.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30