Tenglar

5. september 2015 |

Útsvar: Reykhólahreppur langfámennastur

24 sveitarfélög keppa í Útsvari í Sjónvarpinu í vetur. Þar af eru 21 með íbúafjölda yfir 1.500 manns. Hin þrjú eru Langanesbyggð með 513 íbúa, Strandabyggð með 473 íbúa og Reykhólahreppur með 268 íbúa (mannfjöldatölur Hagstofunnar um síðustu áramót). Þættirnir verða á föstudagskvöldum og verður sá fyrsti núna á föstudag (11. september) þegar Árborg og Hafnarfjörður keppa. Viku seinna keppa síðan lið Reykjanesbæjar og Seltjarnarness. Umsjónarmenn verða eins og áður Þóra Arnórsdóttir og Sigmar Guðmundsson.

 

Sveitarfélögin 24 sem taka þátt í Útsvari í vetur:

  • Akureyri
  • Árborg
  • Dalvík
  • Fjallabyggð
  • Fjarðabyggð
  • Fljótsdalshérað
  • Hafnarfjörður
  • Hveragerði
  • Ísafjörður
  • Kópavogur
  • Langanesbyggð
  • Norðurþing
  • Rangárþing eystra
  • Rangárþing ytra
  • Reykhólahreppur
  • Reykjanesbær
  • Reykjavík
  • Sandgerði
  • Seltjarnarnes
  • Skagafjörður
  • Snæfellsbær
  • Strandabyggð
  • Vestmannaeyjar
  • Ölfus

Útsvarslið Reykhólahrepps valið

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31