Tenglar

8. desember 2015 |

Útsvar: Reykhólahreppur mætir Reykjavíkurborg

Lið Reykhólahrepps: Ólína Kristín, Kristján Gauti og Guðjón Dalkvist.
Lið Reykhólahrepps: Ólína Kristín, Kristján Gauti og Guðjón Dalkvist.

Fyrstu umferðinni í Útsvari er nýlokið. Dregið hefur verið hvaða lið lenda saman í annarri umferð og mætast þar lið Reykhólahrepps og Reykjavíkurborgar, fámennasta sveitarfélagsins í keppninni og þess fjölmennasta (270 íbúar á móti 122.000). Hvað víðerni varðar er Reykhólahreppur hins vegar miklu stærri (1.090 ferkílómetrar á móti 273 - lmi.is). Hvorugt skiptir þó máli þegar á hólminn er komið.

 

Keppni þessara liða fer fram á bóndadaginn, fyrsta dag þorra, 22. janúar. Lið Reykhólahrepps skipa (í stafrófsröð) Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum, Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu.

 

Sjá hér varðandi keppni Fjallabyggðar og Reykhólahrepps í fyrstu umferðinni:

Afar mjótt var á munum

 

Athugasemdir

Eyvindur, mivikudagur 09 desember kl: 23:44

Engin pressa, góða skemmtun

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31