Tenglar

22. janúar 2016 |

Útsvar: Reykjavíkurborg lagði Reykhólahrepp

Dalli, Kristján Gauti og Ólína.
Dalli, Kristján Gauti og Ólína.
1 af 14

Þátttöku Reykhólahrepps í Útsvari lauk (a.m.k. að þessu sinni) í kvöld þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir liði Reykjavíkurborgar í annarri umferð. Keppnin var tvísýn lengi vel en lið borgarinnar gerði það gott alveg í blálokin og úrslitin urðu 70-52.

 

Lið Reykhólahrepps skipuðu þau Guðjón Dalkvist Gunnarsson (Dalli) á Reykhólum, Kristján Gauti Karlsson á Kambi og Ólína Kristín Jónsdóttir frá Mýrartungu. Símavinur var Jóhanna Dalkvist, dóttir Dalla.

 

Lið Reykjavíkur skipuðu Borgar Þór Einarsson, Eiríkur Hjálmarsson og Margrét Erla Maack.

 

Myndirnar sem hér fylgja eru skjáskot frá keppninni.

 

Þáttinn má sjá og heyra hér.

 

Athugasemdir

Dalli, laugardagur 23 janar kl: 11:39

Sviðsstjórinn sagði stuðningsfólk okkar í sal væri það skemmtilegasta og saknaði þess að fá það ekki áfram.

Hrefna H, laugardagur 23 janar kl: 23:17

Flott lið :)

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31