Tenglar

13. desember 2012 |

Útsvarsprósenta og fasteignagjöld óbreytt

Heildarálagning útsvars á tekjur ársins 2013 í Reykhólahreppi verður 14,48%. Auk 13,28% reglulegs útsvars eru 1,20% vegna tilfærslu á þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Þetta er óbreytt milli ára. Álagning fasteignagjalda fyrir árið 2013 verður einnig óbreytt og gjalddagar með sama hætti og áður. Lóðarleiga af nýjum lóðum breytist ekki. Sorpgjöld hækka hins vegar um 5% á árinu 2013.

 

Þetta var samþykkt á fundi hreppsnefndar í gær.

 

Jafnframt var samþykkt að þær gjaldskrár sveitarfélagsins sem ekki eru þegar tryggðar með vísitölu hækki eða lækki árlega 1. janúar með tilliti til breytingar á vísitölu neysluverðs, nú fyrst 1. janúar 2013, miðað við breytingu á vísitölu neysluverðs frá 1. janúar 2012 til 1. janúar 2013.

 

Fasteignagjöld 2013:

Fasteignaskattur A 0,50%

Fasteignaskattur B 1,32%

Fasteignaskattur C 1,65%

Holræsagjald 0,20%

Vatnsgjald 0,50%

Lóðarleiga 4% (af nýjum lóðum)

 

Gjalddagar fasteignagjalda:

10. mars

10. apríl

10. maí

10. júní

 

Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.

Sé álagningin 10.000 kr. eða minni er einn gjalddagi, 10. mars.

Sé álagningin 10.001 til 20.000 kr. eru tveir gjalddagar, 10. mars og 10. apríl.

Annars eru gjalddagarnir fjórir.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30