Tenglar

16. desember 2008 |

Útsvarsprósentan hækkuð úr 13,03 í 13,28?

Peningaseðill frá tímum þegar hundrað krónur íslenskar þóttu mikið fé.
Peningaseðill frá tímum þegar hundrað krónur íslenskar þóttu mikið fé.

Útsvarsprósenta í Reykhólahreppi fyrir árið 2009 var á fundi hreppsnefndar sl. fimmtudag ákveðin 13,03% - „með fyrirvara um breytingu til hækkunar vegna frétta um hugsanlega heimild til þess", eins og segir í bókun. Sveitarfélög hafa lengi haft lítils háttar svigrúm hvað útsvarsprósentu varðar. Síðustu sjö ár hefur leyfilegt lágmark verið 11,24% en leyfilegt hámark 13,03%. Langflest sveitarfélög landsins og þar á meðal Reykhólahreppur hafa nýtt sér efri mörkin.

 

Í gærkvöldi var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum, þar sem gert er ráð fyrir því að leyfilegt hámark útsvarsprósentu hækki úr 13,03% í 13,28%. Jafnframt er gert ráð fyrir því að tekjuskattur hækki úr 22,75% í 24%. Ef þetta verður að lögum verður skatthlutfall í staðgreiðslu á næsta ári samtals 37,28% í þeim sveitarfélögum sem nýta sér leyfilega hámarksálagningu útsvars en var 35,78% á þessu ári. Stefnt er að því að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir jólafrí. Munu sveitarfélög þá hafa tíma fram til áramóta til þess að ákveða nýja útsvarsprósentu og tilkynna hana til fjármálaráðuneytisins.

 

_________________________________________________

 

Notendur þessa vefjar skulu minntir á reitinn Fundargerðir neðst til vinstri á forsíðunni, þar sem fundargerðir hreppsnefndar Reykhólahrepps og undirnefnda hans birtast jafnóðum og þær liggja fyrir. Fundargerðir allra nefnda má líka skoða undir Stjórnsýsla > Fundargerðir í valmyndinni vinstra megin. Þarna eru fundargerðir hreppsnefndar allt frá sumrinu 2003 og flestra annarra nefnda hreppsins frá svipuðum tíma. Þær nýjustu eru á pdf-formi en langflestar eru á Word-formi enn sem komið er, hvað sem verður.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31