Úttekt á aðgengi hreyfihamlaðra um alla Vestfirði
„Við ætlum að kanna aðgengi hreyfihamlaðra að verslunum og stofnunum. Einnig verður að athuga hvort hreyfihamlaðir og aðrir sem búa við skerta hreyfigetu geti sótt Vestfirði heim og hvort aðgengi að gistihúsum, samkomuhúsum og tónleikum sé til fyrirmyndar“, segir Sóley Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum.
Samkvæmt samningi hefur Auður heimild til að ákveða hvaða leið hún velur til að koma upplýsingum á framfæri, með myndbandi, ljósmyndum eða með formlegri skýrslu eða á annan hátt. Að verki loknu verða niðurstöður kynntar opinberlega. Verklok eru samkvæmt samningi 1. júní núna í sumar.
Einnig var gert samkomulag við Ástþór Skúlason, bónda á Melanesi á Rauðasandi, að gera úttekt á aðgengismálum fyrir hreyfihamlaða og aðra sem lifa við skerta hreyfigetu í Vesturbyggð og á Tálknafirði.
Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.