10. nóvember 2009 |
Úttekt á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða
Háskólasetur Vestfjarða hefur tekið að sér að gera úttekt á starfsemi Menningarráðs Vestfjarða. Spurningaformið eða könnunin sem tengt er í hér fyrir neðan er liður í þessari úttekt. Könnunin er einkum ætluð þeim sem koma beint að menningarmálum á Vestfjörðum en er vissulega opin öllum þeim sem hafa áhuga á vestfirskum menningarmálum.
Könnunin hófst í gær og verður aðgengileg á netinu fram til miðnættis á sunnudag. Smellið hér til að opna könnunina.