Útungunin hefur að líkindum mistekist
Að öllu eðlilegu hefði útungun átt að eiga sér stað í byrjun þessa mánaðar. Enda þótt fuglinn hafi legið á hreiðrinu fram á þennan dag og oft hafi mátt sjá báða fuglana í senn á setrinu hefur þess ekki orðið vart að þeir væru að mata unga. Kristinn Haukur segir að ernir geti legið á fúleggjum allt að mánuð fram yfir eðlilegan útungunartíma.
Viðbót: Sjá athugasemd nr. 4 hér fyrir neðan.
Önnur viðbót: Núna á tíunda tímanum á föstudagsmorgni barst tölvuskeytið sem hér fer á eftir. Myndin sem fylgir þessari frétt núna er sú sem þar um ræðir (smellið á myndina til að stækka hana):
Ég hef oft kíkt á fuglana undanfarna daga og haft gaman af. Þegar ég kíkti við um kl. 11 að kvöldi 14. júní sá ég greinilega að það var ungi í hreiðrinu og að hann hreyfði sig mjög lítið. Ég tók mynd af skjánum og læt hana fylgja hérna með.
Kveðja.
Gunnar Tómasson.
ruth stefnis, fstudagur 19 jn kl: 08:41
Hvar er hægt að sjá arnarhreiðrið á síðunni