Tenglar

18. júní 2009 |

Útungunin hefur að líkindum mistekist

Sjá skýringu í fréttinni sjálfri.
Sjá skýringu í fréttinni sjálfri.
Allar líkur virðast núna vera á því að ekki sé ungi eða ungar þetta árið í arnarhreiðrinu sem vefmyndavélin sýnir frá. Þetta er skoðun þess fólks sem einna kunnugast má telja, þeirra Bergsveins og Möggu á Gróustöðum í Reykhólahreppi og Kristins Hauks Skarphéðinssonar sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur um langt árabil fylgst með breiðfirskum örnum.

 

Að öllu eðlilegu hefði útungun átt að eiga sér stað í byrjun þessa mánaðar. Enda þótt fuglinn hafi legið á hreiðrinu fram á þennan dag og oft hafi mátt sjá báða fuglana í senn á setrinu hefur þess ekki orðið vart að þeir væru að mata unga. Kristinn Haukur segir að ernir geti legið á fúleggjum allt að mánuð fram yfir eðlilegan útungunartíma.

 
Viðbót: Sjá athugasemd nr. 4 hér fyrir neðan.
 

Önnur viðbót: Núna á tíunda tímanum á föstudagsmorgni barst tölvuskeytið sem hér fer á eftir. Myndin sem fylgir þessari frétt núna er sú sem þar um ræðir (smellið á myndina til að stækka hana):

 

Ég hef oft kíkt á fuglana undanfarna daga og haft gaman af. Þegar ég kíkti við um kl. 11 að kvöldi 14. júní sá ég greinilega að það var ungi í hreiðrinu og að hann hreyfði sig mjög lítið. Ég tók mynd af skjánum og læt hana fylgja hérna með. 

       Kveðja.

       Gunnar Tómasson.

 

Athugasemdir

ruth stefnis, fstudagur 19 jn kl: 08:41

Hvar er hægt að sjá arnarhreiðrið á síðunni

Sigurbjörg, fstudagur 19 jn kl: 08:55

Það hefur verið mjög gaman að fyigjast með þessum tilkomumiklu fuglum, en óneitanlega svolítið svekkjandi að þeim skyldi ekki takast með ungana......Takk fyrir ,kveðja frá Akureyri.

Guðný, fstudagur 19 jn kl: 09:15

Leitt að heyra þetta. Það hefur verið svo gaman að fylgjast með parinu.
Er búið að slökkva á myndavélinni ?

Kv. Guðný

Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 19 jn kl: 09:37

Samkvæmt upplýsingum frá tölvuþjónustunni sem annast vefmyndavélina veldur gríðarleg aðsókn því að margir ná ekki sambandi. Ekki er um það að ræða að slökkt hafi verið á henni né heldur að um bilun sé að ræða. Búnaðurinn ræður einfaldlega ekki nógu vel við álagið. Hér á Reykhólavefnum má fara inn á slóð vélarinnar annars vegar í tengladálkinum neðarlega til vinstri og hins vegar má smella á borða neðan við efstu frétt á forsíðu sem birtist til skiptis við annan annan borða.

Þorkell Guðbrandsson, fstudagur 19 jn kl: 15:39

Hef eins og fleiri kíkt annað veifið á arnarhreiðrið mér til skemmtunar. Ekki hafði maður hugmynd um að arnarparið skiptist á við ásetuna, en einn morguninn núna fyrir 10 dögum eða svo, sá ég annan fuglinn koma fljúgandi og setjast við hlið hins á hreiðurbarminum, og síðan mjakaði sá aðkomni sér einn yfir hreiðrið en hinn mjakaði sér á sama hátt út af því. Greinilega gættu fuglarnir þess með þessu háttalagi að ekki kólnaði á eggjunum/egginu. Svo flaug sá sem fyrir var burtu.

Guðrún Halldórs, sunnudagur 21 jn kl: 03:10

Það var sérkennilegt fúleggið sem blasti við í arnarhreiðrinu á laugardagsmorgun og skimaði í kringum sig í sífellu! Frábært að fylgjast með þessu og nokkuð ljóst að varpið hefur ekki misfarist í ár..............

Kristin Arnberg, sunnudagur 21 jn kl: 11:05

Ææ en leiðinlegt.

Jóhann Kartansson, sunnudagur 21 jn kl: 22:06

Ekki skemmtilegt að varpið skuli misfarast.

Gæti verið að vefmyndavélin hafi þau utanaðkomandi áhrif að varp takist ekki?

Trufun ókunnra manna kemur í veg fyrir eðlilegan framgang nátturunnar.

Lágflug flugvéla yfir okkar æðarvarp hefur t.d. mjög truflandi áhrif á æðarvarpiðvarpið.

Þetta lágflug flugvéla er inngrip í náttúruna.

Hefur vefmyndavélin sömu áhrif?

Jóhann Kjatansson, Jónsnesi Helgafellssveit

Gunnar Tómasson, sunnudagur 21 jn kl: 23:22

Góða kvöldið.
Ég sendi mynd um daginn af því sem ég hélt að væri ungi, en það er mjög líklega misskilningur. Þetta er sjálfsagt örninn sjálfur að hvíla sig.
Tek undir með þeim sem eru leiðir yfir því ef varpið hefur mistekist.

Brynjar Aðalsteinsson, fstudagur 26 jn kl: 10:48

Við höfum fylgst með hreiðrinu lengi. Ég var orðinn mjög viss um að varpið hefði ekki tekist, en í morgun sá konan mín hreyfingu í hreiðrinu. Fullorðnu fuglarnir virðast ekki vera þarna, en það sem maður sér er fugl með styttri gogg. Óskhyggja????

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31