Tenglar

20. desember 2016 | Umsjón

Útvarp sem skapandi miðill

Námskeið í útvarpsþáttagerð sem Kol og salt á Ísafirði (Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt) stendur fyrir í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar og Fræðslumiðstöð Vestfjarða verður haldið í janúar og febrúar. Um er að ræða fjarkennslu, heimaverkefni og staðkennslu. Ferðastyrkir í boði. Afraksturinn verður kringum hálftíma langir þættir. Búin verður til hlaðvarpssíða sem vistar alla þætti og verður úrvali þeirra útvarpað á Rás 1.

 

Tilgangurinn með verkefninu er að segja sögur eða fjalla um efni þar sem leitað er fanga í hugarheimi fólks sem býr, hefur búið eða mun búa á Vestfjarðakjálkanum og byggja jafnframt upp þekkingu og reynslu af þáttagerð innan svæðisins. Þáttagerðin verður í höndum fólks af Vestfjörðum eða sem tengist menningarsvæðinu sterkum böndum. Leitað verður til þátttakenda sem ljúka námskeiðinu um áframhaldandi þáttagerð fyrir útvarp.

 

Umsjónarmenn og aðalkennarar eru Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Þorgerður E. Sigurðardóttir. Gestakennarar verða m.a. Eiríkur Guðmundsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Finnbogi Hermannsson, Halla Ólafsdóttir, Pétur Grétarsson og Vera Illugadóttir.

 

Frekari upplýsingar er að finna hér á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31