Tenglar

19. ágúst 2013 | vefstjori@reykholar.is

Væntanlega ráðist í sjóvarnabætur í Flatey

Grýluvogur og Silfurgarður á fjöru. Ljósmynd Árni Geirsson.
Grýluvogur og Silfurgarður á fjöru. Ljósmynd Árni Geirsson.

Þeir sem koma reglulega til Flateyjar á Breiðafirði sjá þau áhrif sem ágangur sjávar hefur á eyjuna auk þess sem veðrun veldur hruni úr klettum eins og sjá má t.d. í Teinæringsvogi. Einnig má sjá áhrifin á Silfurgarði og Stóragarði, stórviðri á veturna eiga ekki í neinum vandræðum að höggva skörð í garðana. Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur látið málið til sín taka og óskaði sveitarstjóri eftir því við Siglingastofnun að sjóvarnir í Flatey yrðu teknar til athugunar við gerð næstu fjögurra ára samgönguáætlunar.

 

Núna í sumar var haldinn samráðsfundur fulltrúa Siglingastofnunar, Reykhólahrepps og Framfarafélags Flateyjar. Fram kom að gert er ráð fyrir því í samgönguáætlun 2014-2015 að verja einhverju fjármagni til sjóvarna í Flatey. Jafnframt var ákveðið að skoða möguleika á því að flytja efni (stórgrýti) til Flateyjar fyrr til að nýta tæki og búnað sem er til staðar upp á strönd.

 

Meira um þetta mál hér á vef Framfarafélags Flateyjar

 

Á þessu ári eru 180 ár frá því að Silfurgarðurinn í Flatey var hlaðinn. Um þetta stórmerkilega framtak segir svo á vef félagsins: 

  • Silfurgarðurinn var hlaðinn árið 1833. Það var Guðmundur Scheving agent í Flatey (faðir Herdísar Benedictsen og tengdafaðir Brynjólfs Benedictsen) sem lét hlaða garðinn. Nafnið er þannig tilkomið að verkalaun greiddi Guðmundur í silfri og þótti í þá daga óvenjulegt og hefur líklega verið einsdæmi. Garðurinn var hlaðinn til að skýla skútum og öðrum skipum sem lágu í vognum fyrir sjóum í vestanátt og með tilkomu garðsins varð vogurinn algerlega örugg höfn.
  • Garðurinn er 40 faðmar á lengd og 2 á breidd. Hann er 1,5 faðmar á hæð og í honum eru einungis 5 lög. Hann var á sínum tíma talinn eitt mesta mannvirki sem reist hafði verið á Íslandi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31