Væri ekki nær að kjósa fyrst?
Á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps var samþykktur samningur um ráðgjafaþjónustu vegna vinnu Alta við gerð svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Er búið að samþykkja sameiningu? Á endalaust að leyfa þessu fyrirtæki að mjólka umrædd sveitarfélög?
Þannig spyr Erla Björk Jónsdóttir viðskiptafræðingur í Ásaheimum í Króksfjarðarnesi í pósti sem hún sendi vefnum til birtingar og til umræðu. Síðan segir:
Ég vil vita hvað sveitarfélögin hafa greitt til Alta síðustu ár og hvað þessi samningur mun koma til með að kosta. Væri ekki nær að kjósa fyrst? Búa svo til svæðisskipulag og annað sem fylgir sameiningu, fyrir þau sveitarfélög sem myndu samþykkja sameiningu.
María, rijudagur 19 janar kl: 15:20
Þessi mál eru alltaf snúin, hvað kemur á undan eggið eða hænan? Ef kosið væri núna, myndi fólk þá vita hvað það væri að kjósa um? Stundum er gott að sjá grófunnin plön áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar. Þannig er hægt að skoða tillögur og leggja þær til grundvallar íbúa-kosningu. Ég segi fyrir mig mér finnst alltaf gott að ræða málin útfrá punktum og kjósa eftir umræðu. En hvað á áð ræða og um hvað á að kjósa? Kannski er ALTA einmitt að leggja það fram. Enda einungis tillaga að skipulagi eða hvað?