Tenglar

28. apríl 2011 |

Væri ríkiseinkasala á eldsneyti skárri kostur?

Á fundi í fyrradag samþykkti stjórn Samtakanna Landsbyggðin lifi (LBL) ályktun um verð á eldsneyti. Ályktunin ásamt greinargerð fer hér á eftir. „Hátt verð á dísilolíu og bensíni er að verða meiri háttar vandamál, sérstaklega í dreifbýlinu. Leiðir til að fá þjónustu, komast í verslun eða stunda félagslíf eru langar, svo ekki sé nú minnst á það hve dýrt er að komast til höfuðstaðarins. Flutningskostnaður á vöru og þjónustu er orðinn óbærilegur fyrir byggðirnar“, segir í ályktuninni.

 

„Landsbyggðin lifi krefst þess að ríkisstjórnin beiti áhrifum sínum til að lækka verð á bílaeldsneyti. Til þess hafa stjórnvöld tvo augljósa kosti: 1) að stórlækka eða afnema eldsneytisskatta, 2) að gera kröfu á olíufélögin um lægri álagningu.“

 

Greinargerð með ályktuninni er á þessa leið:

1) Það er rangt og óréttlátt að leggja háa skatta á eldsneyti á þeirri forsendu að það leiði til þess að fólk noti þá minna af því. Í nútímaþjóðfélagi eru bílar sem ganga fyrir olíu eða bensíni nauðsyn, en ekki lúxus.

2) Álagning olíufélaganna er allt of há. Þetta er afar einfaldur rekstur. Vegna bruðls og óhófs virðast þau mörg á jötunni hjá okkur skattgreiðendum, sem auk okursins þurfa nú líka að borga þau út úr eigin skuldasúpu. Geti olíufélögin ekki selt okkur eldsneyti með eðlilegri álagningu, væri rétt að kanna hvort ríkiseinkasala mundi ekki gagnast okkur betur.

 

Formaður LBL er Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31