Tenglar

25. mars 2021 | Sveinn Ragnarsson

Valkostagreining sameininga

Ferli sameiningarviðræðna, benda má á að ekkert er bindandi í þessu ferli þar til kosningar hafa farið fram.
Ferli sameiningarviðræðna, benda má á að ekkert er bindandi í þessu ferli þar til kosningar hafa farið fram.

Nýhafin er valkostagreining á möguleikum sameiningar Reykhólahrepps með öðrum sveitarfélögum, einu eða fleirum. Það er gert í framhaldi af þingsályktun sem lögð var fram af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og samþykkt á alþingi fyrir rúmu ári.

 

Í Dalabyggð er samskonar valkostagreiningu lokið. Niðurstöður úr greiningunni eru aðgengilegar í fundargerð sveitarstjórnar Dalabyggðar, stöðumat og valkosti má sjá hér.

Í Strandabyggð er vinna við valkostagreiningu að hefjast.

 

Það sem valkostagreiningin felur í sér er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Reykhólahrepps ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.

 

Hópur sem annast undirbúningsvinnu er skipaður fólki úr sveitarstjórn, fulltrúum nefnda sveitarfélagsins og fólki sem er í forsvari fyrir stofnanir á vegum sveitarfélagsins ásamt ráðgjafa frá RR ráðgjöf sem leiðir vinnuna. Hópurinn á að ljúka störfum í apríl og í lok apríl er stefnt að því að halda íbúafund, þar sem sjónarmiða íbúa verður leitað og leitast við að fá fram hvaða atriði skipta þá mestu máli ef til sameiningarviðræðna kemur.

 

 Að lokum eru hér dæmi um samstarfsverkefni Reykhólahrepps og annarra sveitarfélaga sem nú þegar eru í gangi;

  1. Embætti skipulagsfulltrúa Dala, Reykh. og Stranda, staðsett í Búðardal.
  2. Embætti byggingafulltrúa Dala, Reykh. og Stranda, staðsett á Hólmavík.
  3. Brunavarnir Dala, Reykh. og Stranda bs.
  4. Barnaverndarmál.
  5. Menningarmál.
  6. Félagsþjónusta.
  7. Bs.Vest um málefni fatlaðs fólks.
  8. Vestfjarðastofa ses.
  9. Starfsendurhæfing Vestfjarða.

Þessi listi er ekki tæmandi.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31