Tenglar

2. nóvember 2016 | Umsjón

Vantar myndir af glöðum gestum í Breiðfirðingabúð

Vísir 8. janúar 1949 (timarit.is).
Vísir 8. janúar 1949 (timarit.is).

„Ég er að leita að myndum af fólki að dansa í Breiðfirðingabúð á áratugnum 1940 til 1950 til að nota í sjónvarpsþætti sem fjalla um þennan áratug og hvernig það var að vera ungur á þessum tíma. [...] Okkur vantar sem sagt svarthvítar myndir af fólki að dansa í Breiðfirðingabúð eða að sitja til borðs og njóta góðra veitinga.“

 

Þetta kemur fram í tilskrifi hér á vef Barðstrendingafélagsins núna fyrir helgina.

 

Breiðfirðingabúð var reisulegt bakhús neðarlega við Skólavörðustíginn (númer 6b), tvær hæðir og ris. Það var reist árið 1905 en hlaut ekki það nafn sem það var þekktast undir fyrr en nokkrum áratugum seinna. Um 1945 eignaðist Breiðfirðingafélagið húsið og lét breyta því í samkomuhús sem rekið var allt fram til 1970. Þar voru haldnar skemmtanir af ýmsu tagi, dansleikir, spilakvöld, unglingaskemmtanir og fleira, auk þess sem þar voru haldnir fundir og á einhverju tímabili seldur matur. Taflfélag Breiðfirðinga var lengi með aðsetur í risinu. Húsið var rifið 1984 en í staðinn kom íbúða- og verslunarhúsnæði.

 

Hér má meðal annarra gamalla mynda frá Skólavörðustígnum sjá ágæta mynd af Breiðfirðingabúð fáum árum áður en húsið var rifið.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30