10. júlí 2019 | Sveinn Ragnarsson
Vantar notuð dagblöð á Hlunnindasýningunni
Á Hlunnindasýningunni vantar heilmikið af gömlum dagblöðum, til að nota við þurrkun á þangi.
Jamie Lee er að vinna og þurrka þörunga og þang til að nota á sýningunni.
Það væri afar vel þegið ef sveitungarnir gætu safnað dagblöðum og látið hana hafa á Hlunnindasýningunni í staðinn fyrir að setja þau í gáminn.
Jamie getur sótt ef einhver heldur til haga blöðum á leiðinni milli Króksfjarðarness og Reykhóla.