31. október 2012 |
Vantar sjálfboðaliða - námskeið eftir helgi
Rauðakrossdeildina í Búðardal vantar sjálfboðaliða sem vilja starfa í fjöldahjálparstöð, en deildin hefur umsjón með tveimur slíkum, bæði í Búðardal og á Reykhólum. Ítarlegt námskeið um tilgang og störf fjöldahjálparstöðva verður haldið 5. og 6. nóv. (mánudagskvöld og þriðjudagskvöld) kl. 18-22 í Auðarskóla í Búðardal.
Skráning í síma 456 3180 eða í netfanginu bryndis@redcross.is.
Nánari upplýsingar á vef Rauða krossins eða hjá Eyjólfi Sturlaugssyni skólastjóra, formanni deildarinnar í Búðardal.