Tenglar

30. janúar 2016 |

Varað við alvarlegum sjúkdómi í hrossum

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma, segir að viðvarandi hætta sé á að bakterían sem veldur kverkeitlabólgu í hestum berist til landsins. Hún er alvarlegur hrossasjúkdómur sem er landlægur í grannlöndunum.

 

Sigríður segir að sjúkdómurinn geti borist til landsins með sama hætti og smitandi hósti, sem lamaði hestamennsku og hrossarækt hér fyrir fáeinum árum. Kverkeitlabólgan er enn alvarlegri hrossasjúkdómur.

 

Fyrstu einkennin eru hár hiti og lystarleysi en fljótlega kemur nefrennsli og miklar bólgur í eitla í höfði og hálsi, jafnvel svo miklar, að hætta er á köfnun. Með tímanum grafa eitlarnir út með miklum sárum og sársauka hjá hestinum. Sjúkdómurinn veldur hrossi miklum þjáningum í langan tíma. 2-8% sýktra hesta drepast.

 

Í mörgum nágrannalöndum, eins og til dæmis í Svíþjóð, er brugðist við með því að einangra sýkt bú. Einangrunin stendur í langan tíma með tilheyrandi kostnaði fyrir eigendur hestanna.

Sigríður segir mikilvægt að hindra að sjúkdómurinn berist til landsins og hvetur hestafólk til að standa saman um að virða gildandi reglur um smitvarnir. Hún vekur athygli á að einkennalaus hross geti verið smitberar.

 

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30