Tenglar

9. desember 2009 |

Varað við tölvuormi á Facebook

Netþjónustan Snerpa ehf. á Ísafirði varar netnotendur við tölvuormi sem dreifist í gegnum samskiptavefinn Facebook um þessar mundir. „Meðfylgjandi póstur (sjá mynd) er farinn að dreifast um netið og lítur hann eins út og verið sé að biðja notendur um að uppfæra upplýsingar um sig á Facebook. Þar sem vefurinn er mjög vinsæll sér Snerpa sérstaka ástæðu til að vara við slíkum póstum. Sé smellt á tengilinn í skeytinu er viðkomandi fluttur á vefsíðu í Brasilíu og boðið að opna viðhengi sem er væntanlega smygildi (spyware) sem getur mögulega stolið upplýsingum úr tölvu notandans eða jafnvel notað hana til að senda út ruslpóst,“ segir á vef Snerpu.

 

Eru notendur hvattir til að henda svona póstum, sé ekki 100% öruggt að þeir séu ekta og uppgefin vefslóð í þeim rétt. „Svo sem sjá má á þeirri vefslóð sem fylgir póstinum, sem er http://www.facebook.com.jjjiok.org.uk/ er sitthvað grunsamlegt, lénið er breskt, skráður eigandi lénsins er sagður í Belgíu og IP-talan sem vefþjónninn er staðsettur á er staðsett í Brasilíu. Kvartað hefur verið til þeirra sem selja aðgang að þessum tiltekna vefþjóni en síðan er enn virk þegar þetta er ritað,“ segir á vefnum snerpa.is.


Smellið á myndina til að stækka hana.
 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30