Tenglar

15. júní 2015 |

Varar við lambfénu og hraðakstrinum

Steinunn Erla Magnúsdóttir á Kinnarstöðum í Reykhólasveit hafði samband vegna hraðaksturs um héraðið og lambfjár á vegunum. Hún segir að hraðinn sé iðulega langt umfram það sem forsvaranlegt geti talist miðað við aðstæður. Við Kinnarstaði eru beygja og blindhæð á þjóðveginum. Steinunn sagðist hafa verið nýbúin að fara og reka burt fé sem var þarna á veginum þegar blár flutningabíll með langan eftirvagn kom að vestan á miklum hraða. Hann hefði án nokkurs vafa keyrt yfir féð ef það hefði verið þarna enn, því að engin leið hefði verið fyrir hann að stoppa. Rétt á eftir hefði fólksbíll komið úr hinni áttinni á ámóta mikilli ferð.

 

„Ég vil eindregið vara við þessu. Vegagerðin hyggst reyndar setja þarna upp viðvörunarskilti, en það myndi kannski ekki hafa neitt að segja. Annars er þetta alveg rosalegt hér um allan Þorskafjörðinn og líka í innsveitinni, bæði féð á vegunum og hraðaksturinn,“ segir Steinunn.

 

Hún vissi til þess að fyrir nokkrum dögum hafi verið keyrt á tvílembu milli Hjalla og Múla í Þorskafirði. Viðkomandi hafi einfaldlega hent henni út fyrir veg, allri í blóði, og ekki látið vita.

 

Sjá einnig:

Ófögur aðkoma

Ekið á 25 ær og lömb

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30